Einangrunarstöð fyrir gæludýr opnar á ný í Hrísey

Einangrunarstöð fyrir gæludýr var opnuð á nýjan leik í Hrísey um síðustu áramót. Það eru Kristinn Árnason og kona hans, Bára Stefánsdóttir, sem eiga og reka stöðina. Frá árinu 1987 hefur Kristinn verið starfsmaður og síðar umsjónarmaður einangrunarstöðvar fyrir nautgripi sem var í næsta húsi og er því vel kunnugur starfsemi einangrunarstöðvar gæludýra sem var, en hún lagðist af um mitt ár 2006. Mikil óánægja hefur verið á Norður- og Austurlandi með að stöðinni var lokað í Hrísey en einangrunarstöð hefur síðan verið starfrækt í Vogum á Vatnsleysuströnd. En sem sagt, nú er öldin önnur, stöðin í Hrísey heitir Hvatastaðir ehf. og er öll aðstaða til fyrirmyndar. Kristinn segist geta verið með allt upp í 15 hunda og 4 - 6 ketti í einu. Fyrstu fjórir hundarnir komu 8. janúar sl. Áhugasamir geta farið inn á hvatastaðir.is og litið á aðstöðuna.

Nýjast