Á síðasta fundi skipulagsnefndar Akureyrar lagði skipulagsstjóri fram tillögu að deiliskipulagi íbúðasvæðis á reit er markast
af Undirhlíð, Langholti, Miðholti og Krossanesbraut. Tillagan er unnin af Loga Má Einarssyni og þar er gert ráð fyrir um 70 íbúðum í
fjölbýlishúsum. Skipulagsnefnd samþykkti að á fjölbýlishúsunum verði sú kvöð að þau verði fyrir 55 ára
og eldri og sú kvöð verði færð inn í greinargerð deiliskipulagsins. Meirihluti skipulagsnefndar lagði jafnframt til við bæjarstjórn
að tillagan þannig breytt verði auglýst.
Jóhannes Árnason lét bóka að hann greiddi atkvæði gegn þessari tillögu. "Þarna er verið að gera ráð fyrir mjög
stórum byggingum í ósamræmi við það sem fyrir er á svæðinu og mikil óvissa er um áhrif jarðvegsframkvæmda."