Dalvíkingar á leið í skrúðgöngu að Víkurröst fyrir Eurovison

Í dag, fimmtudag, kl. 18:00 verður safnast saman við Ráðhús Dalvíkurbyggðar á Dalvík og farið í skrúðgöngu að Víkurröst þar sem horft verður á Friðrik Ómar og félaga hans í Eurobandinu trylla Evrópu með söng sínum.   Hátíðarhöld Dalvíkurbyggðar einskorðast þó ekki bara við Eurovision því Dalvíkurbyggð fagnar við sama tækifæri tíu ára afmæli sínu.

Dagskrá:

Fimmtudagur 22. maí. - Flaggað í byggðarlaginu
16.00 Candyflos í boði Olís - Eurovisionþorps og 10 ára afmælisblöðrum dreift.
18.00 Muna að skila getraunaseðlinum sem var borinn í hvert hús þar sem nefna á þau tíu lönd sem komast í aðalkeppnina í kvöld. Einnig hægt að senda á julli@julli.is
18.00 Fjölskylduskrúðganga frá Ráðhúsi að íþróttahúsi. - Listamenn Díónýsíu taka þátt. Mætum með fána , veifur, hatta og skraut. Skrúðgangan verður tekin upp.
19.00 Keppnin á skjá í íþróttahúsinu- heppnir fá diska Eurobandsins og árituð veggpsjöld
Pizzur til sölu á staðnum - Getraunir -  Videoblogg frá Friðrik Ómari sýnt.
Þetta kvöld er í boði Félagsmiðstöðvar, Stuðningshóps og Sparisjóðs Svarfdæla.

Föstudagur 23. maí, formlegt 10 ára afmæli Dalvíkurbyggðar
23.30 Upphitunarkvöld á Bakaríinu - DJ Hulio með nýju og gömlu Eurovision lögin.

Laugardagur 24. maí - Flöggum ef að ísland kemst áfram.
11.00 - 14.00 Vorhátíð í Dalvíkurskóla - Allir velkomnir.
14.00 Dalvík/Reynir - Leiknir knattspyrnuleikur ( Væntanlega á Árskógsvelli)
19.00 Ísland kemst áfram - Horft á keppnina í Íþróttahúsinu á Risaskjá

23.00 Eurovision dansleikur í Víkurröst  fram eftir nóttu - DJ Hulio

Sunnudagur 25. maí
Á Degi barnsins,  ætlum við að koma saman "austur á sandi",  með skóflur, fötur og form og byggja sandkastala og fleira. Leikir og sprell undir stjórn hins eina sanna Adda Sím.

Nýjast