Miðvikudagskvöldið 15. maí kl. 20.30 verður flutt dagskrá í Leikhúsinu að Möðruvöllum í Hörgárdal til heiðurs
skáldunum Ólöfu frá Hlöðum og Skáld-Rósu.
Þetta er annars vegar framsagnarhópur frá félagsmiðstöðinni Dalbraut 18 Reykjavík sem nefna sig Tungbrjótar en þeim hópi
stjórnar Guðný Helgadóttir leikari. Hinn hópurinn er undir stjórn Soffíu Jakobsdóttur leikara og nefnist einfaldlega Soffíuhópur og
starfar í félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31 Reykjavík. Þessi hópferð sprettur upp úr samstarfi þessara hópa við
Bókmenntahóp Hæðargarðs sem í vetur hefur kynnt sér íslenskar konur og skáldskap þeirra. Dagný Kristjánsdóttir
prófessor við Háskóla Íslands flutti í vetur fyrirlestur í Hæðargarði 31 af þessu tilefni. Dagskráin tekur u.þ.b.
klukkustund. Að henni lokinni mun Leikfélag Hörgdæla sjá um kaffiveitingar. Það eru allir hjartanlega velkomnir!