Dagný Linda og Björgvin skíðafólk ársins

Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri var fyrir skömmu valin skíðakona ársins 2007 af Skíðasambandi Íslands. Hún þykir afar vel að titlinum komin enda án efa fremsta skíðakona landsins og eflaust með bestu 100 skíðamönnum heims í sínum sérgreinum.

Einnig var kunngjört val á skíðamanni ársins 2007 og varð Dalvíkingurinn Björgvin Björgvinsson fyrir valinu. Björgvin hefur um árabil verið einn fremsti skíðamaður ársins og kom valið því ekki á óvart.

Nýjast