Dagný Linda Íþróttamaður Akureyrar árið 2007

Skíðakonan Dagný Linda Kristjánsdóttir var nú rétt í þessu valin Íþróttamaður Akureyrar árið 2007. Annar í kjörinu varð blakmaðurinn Davíð Búi Halldórsson og þriðja varð listskautakonan Audrey Freyja Clarke. Þetta er annað árið í röð sem Dagný Linda er kjörin Íþróttamaður Akureyrar og er hún svo sannarlega vel að titlinum komin.

Meðal helstu afreka hennar má nefna að hún landaði þremur Íslandsmeistartitlum sl. vor, í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni. Hún náði einnig stórgóðum árangri á sænska meistaramótinu á skíðum, þar sem hún varð þriðja í bruni og fimmta í tvíkeppni. Á stærsta móti síðasta vetrar, Heimsmeistaramótinu í Svíþjóð náði hún 26. sæti í bæði bruni og risasvigi.

Loks náði hún tvisvar í eitt af efstu 20 sætunum í Evrópubikarmótum, einu sinni í bruni og einu sinni í svigi. Einnig tók hún þátt í 18 heimsbikarmótum í bruni, risasvigi og tvíkeppni og var nálægt því að næla í heimsbikarstig.

Nýjast