Dagmar Ýr og Guðrún María ráðnar til Háskólans á Akureyri

Dagmar Ýr Stefánsdóttur hefur verið ráðin í starf forstöðumanns markaðs- og kynningarsviðs Háskólans á Akureyri og Guðrún María Kristinsdóttur í starf ritara rektors HA. Dagmar var valin úr hópi 32 umsækjenda og Guðrún var valin úr hópi 15 umsækjenda. Dagmar Ýr  kemur í stað Jónu Jónsdóttur sem lætur af störfum eftir sjö ára starfsferil. Dagmar Ýr er með B.A.-próf í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hún hefur verið fréttamaður á sjónvarpsstöðinni N4, auk þess sem hún hefur komið að tilfallandi verkefnum hjá félagsvísinda- og lagadeild HA. Dagmar var valin úr hópi 32 umsækjenda og hefur störf 1. júní.

Guðrún María Kristinsdóttir kemur í stað Laufeyjar Sigurðardóttur en hún lætur af störfum sem ritari rektors eftir níu ára starfsferil. Guðrún María er með B.A.-próf í fornleifafræði og safnafræði frá Háskólanum í Lundi og hefur einnig stundað nám í opinberri stjórnsýslu. Hún hefur verið safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri frá árinu 1998, en hefur störf sem ritari rektors 1. ágúst nk. Guðrún var valin úr hópi 15 umsækjenda um starfið.

Nýjast