18. október, 2007 - 12:45
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt í máli tveggja karlmanna sem í vor stálu tveimur Yamaha mótorkrosshjólum á Akureyri. Voru mennirnir dæmdir í tveggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til þriggja ára. Þá var dæmt í máli karlmanns sem stal skóm, peysu, pennum og fleiru úr verslun í Smáralind. Sá hefur hlotið 18 dóma frá árinu 1991, þar af 9 vegna þjófnaða. Í þessu máli núna var honum ekki gerð sérstök refsins.