2008
2009
Í vegaáætlun er gert ráð fyrir 50 millj. kr. framlagi til Hólavegar á árinu 2009 en ósk sveitarstjórnar var sú að
framkvæmdum yrði flýtt með 50 millj. kr. framlagi árið 2008. Sú ósk náði ekki fram að ganga. Hins vegar var samþykkt 10 millj. kr.
viðbótarfjárveiting vegna Leifsstaðavegar og mun sú framkvæmd nægja til endurbóta á þeim vegi frá gatnamótum
Veigastaðavegar að gatnamótum Knarrarbergsvegar ofan Brúarlands. Heildarfjárveitingu til tengivega árið 2009 hefur ekki verið skipt og mun
sveitarstjórn leggja á það þunga áherslu að úr þeirri fjárveitingu fást fé til byggingu nýrrar brúar á
Eyjafjarðará í stað núverandi Stíflubrúar.
Samgönguráðherra lýsti því að þingmönnum væri mikill vandi á höndum þegar að því kæmi að skipta
þeim fjárveitingum sem ætlaðar eru til endurbóta á tengivegakerfinu sem enn væru takmarkaðar þrátt fyrir mikla
endurnýjunarþörf vítt um land. Viðbótarfjárveiting til tengivega á árinu 2008 umfram áður samþykkta vegaáætlun
var 700 millj. kr. og komu 290 millj. kr. til úthlutunar í Norðausturkjördæmi , þ. e. frá Tröllaskaga að Hornafirði. Af þeirri
upphæð fengust 10 millj. kr. til framkvæmda í Eyjafjarðarsveit (Leifsstaðavegur). Reynt væri að láta hlutlaus og fagleg rök ráða
úthlutunum og þá gjarna miðað við umferðarþunga. Sú viðmiðun kæmi vissulega niður á þeim tengivegum í
Eyjafjarðarsveit, sem helst þarfnast endurnýjunar. Þá bent ráðherra á að miklar verðlagshækkanir kynnu að leiða til
samdráttar í framkvæmdum og væri það áhyggjuefni.
Ráðherra sagðist vissulega skilja kröfur sveitarstjórnar um úrbætur í vegamálu og taldi jafnframt að hún hefði á
undanförnum árum komið þeim vel til skila með vönduðum greinargerðum og rökstuðningi sem væri til fyrirmyndar. Hann gæti ekki annað en
ráðlagt henni að halda kröfum sínum áfram með sama hætti og kynna þær enn frekar þingmönnum og Alþingi þegar
umræður hæfust á komandi hausti um skiptingu vegafjár fyrir árið 2009.
Á fundinum ítrekuðu sveitarstjórnarfulltrúar kröfur sínar með sérstakri áherslu á nýjar brýr í stað
Stíflu-og Hringmelsbrúar og endurbyggingu Hólavegar.
Þess skal getið í lokin að í samgönguáætlun sem gildir til ársins 2018 er á síðasta ári áætlunarinnar gert
ráð fyrir 170 millj. kr. fjárveitingu til endurbóta á Eyjafjarðarbraut vestri allt að Sólgarði og er breikkun brúa og lenging ræsa
á þeirri leið meðtalin. Áætlunin hefur ekki verið endurskoðuð en það verður gert eins og venja er til og kunna upphæðir og
tímasetning framkvæmda þá að breytast.