Foreldrar sem eru annaðhvort í hjónabandi eða í sambúð munu eftir breytinguna greiða 18. 320 kr. fyrir átta tíma vistun á mánuði og dagforeldrar innheimta 11.000 kr. fyrir fæði. Þetta gerir samtals 29.320 kr. sem er sama upphæð og foreldrar voru að greiða fyrir breytinguna.
Hingað til hafa dagforeldrar miðað við að fæðisgjald fyrir hvert barn á mánuði sé 11.000 kr. en þá er miðað við átta klukkustundadvöl á dag. Ef barn er á leikskóla er greiðslan 5.127 kr. á mánuði. Skólanefnd sér stöðuna þannig að foreldrar eigi að greiða raunverð fyrir fæði á hverjum tíma hvort sem það er á leikskóla, hjá dagforeldra eða í grunnskóla og verður verðlagningin að taka mið af því. Það er ennfremur álit skólanefndar að það hljóti að vera samningsatriði milli foreldra og dagforeldra um hvort keypt sé fæða handa barninu eða það komi með nesti með sér.