Bókasöfnin efna til slagorðasamkeppni

Það eru ekki einungis stórfyrirtæki sem sjá sér hag í því að efna til kynningarherferðar, nú ætla bókasöfn landsins að bæta samkeppnisaðstöðu sína og kynna sig og starfsemi sína með nýju og fersku slagorði. Sérstök kynningarnefnd á vegum Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða og Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna, vinnur að því að móta kynningarátakið og efnir af því tilefni til slagorðasamkeppni sem allir geta tekið þátt í. Upplýsing veitir vegleg verðlaun fyrir besta slagorðið eða 100.000 krónur. Nefndin mun meta þær tillögur sem berast og velja besta slagorðið sem kynnt verður á degi bókarinnar þann 23. apríl. Frestur til að skila inn hugmyndum að slagorði er til 20. mars og er hægt að senda tillögur á netfangið bokasafn@bokasafn.is. Allar nánari upplýsingar um keppnina eru að finna á vefsíðunni www.bokasafn.is, en vefsíðunni er ætlað að þjóna bókasöfnum landsins sem upplýsinga- og kynningarvefur.

Nýjast