Boðið verður upp á ferðamanna- siglingar í sumar á Húna II

Stjórn Akureyrarstofu fagnar nýjum áfanga sem náðst hefur með samvinnu Akureyrarstofu, Hollvina Húna II og fleiri aðila sem felst í því að boðið verður upp á vikulegar þrjár fastar ferðir í sumar.   Unnið er að viðhaldi á Húna II hjá Slippnum Akureyri enda bíða hans fjölmörg verkefni fyrir sumarið. Eins og fram hefur komið verður samvinna við Hollvini Húna II um hátíðahöld á sjómannadaginn að þessu sinni. Nýlega fengu Hollvinir Húna II og Matvælasetur Háskólans á Akureyri styrk til verkefnisins „Frá öngli til maga" sem er samstarfsverkefni  þessara aðila, Hafrannsóknarstofnunar og grunnskóladeildar Akureyrarbæjar. Markmiðið merð verkefninu er að efla jákvæða ímynd á fiski og fiskveiðum með ferðum og fræðslu í borð um bátnum Húna II. Þá verður ýmislegt fleira á döfinni í tenglsum við rekstur bátsins.

Nýjast