Bjarki Gíslason frjálsíþróttamaður úr UFA setti nýtt Íslandsmet í stangarstökki í flokki drengja 17- 18 ára á frjálsíþróttamóti á Laugum um síðustu helgi. Bjarki stökk 4, 45 m og er það bæting á fyrra meti um fimm sentimetra og jafnframt jöfnun á meti í unglingaflokki 19- 20 ára.
Þetta er glæsilegur árangur hjá Bjarka og greinilegt hér er öflugur frjálsíþróttamaður á ferð.