Bjarki Gíslason í landsliðið

Bjarki Gíslason frjálsíþróttamaður úr UFA hefur verið valinn í landslið Íslands til að keppa í stangarstökki á Evrópukeppni landsliða sem fram fer í Tallin í Eistlandi um helgina. Bjarki sigraði í stangarstökki á vormóti ÍR í síðustu viku þegar hann stökk 4, 30 m sem þó er töluvert frá hans eigin Íslandsmeti sem er 4, 45 m. 

Þetta er glæsilegur árangur hjá Bjarka og er hann stimpla sig inn sem einn efnilegasti stangastökkvari landsins.

Nýjast