Bjarki Gíslason frjálsíþróttamaður úr UFA hefur verið valinn í landslið Íslands til að keppa í stangarstökki á Evrópukeppni landsliða sem fram fer í Tallin í Eistlandi um helgina. Bjarki sigraði í stangarstökki á vormóti ÍR í síðustu viku þegar hann stökk 4, 30 m sem þó er töluvert frá hans eigin Íslandsmeti sem er 4, 45 m.
Þetta er glæsilegur árangur hjá Bjarka og er hann stimpla sig inn sem einn efnilegasti stangastökkvari landsins.