29. október, 2007 - 19:46
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur hafnað kröfu Akureyrarbæjar um að húsnæði Verslunarinnar Síðu við Kjalarsíðu verði fjarlægt með aðfararaðgerð. Verslunin Síða stendur á lóðinni við Kjalarsíðu 1 en bæjaryfirvöld heimiluðu fyrr á árinu byggingu fjölbýlishúsa undir stúdentaíbúðir þar þannig að verslunin var fyrir húsunum. Héraðsdómur hefur nú úrskurðað að lóðaleigusamningur sé í gildi vegna verslunarhússins á lóðinni og útburði er hafnað. Höskuldur Stefánsson sem rak Síðubúðina segist, í samtali við RÚV, hafa orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni. Hann segir að bærinn hafi gengið fram af mikilli hörku.