"Við erum í gríðarmikilli vinnu varðandi miðbæinn og niðurstaðan var að hugmyndir sem fram komu í tengslum við verkefnið Akureyri í öndvegi yrðu látnar ganga fyrir." Sigrún Björk segir að ýmsum hugmyndum hafi verið varpað fram varðandi Sjallareitinn, m.a. að byggja þar 12 hæða blokkir en slíkt hafi ekki fengist samþykkt á sínum tíma. Þá segir hún að verkefnið Akureyri í öndvegi hafi að sínu mati verið nauðsynlegt ferli sem skilaði sér inn í aðalskipulagsgerð en þar voru lagðar línur m.a. varðandi hæð bygginga á miðbæjarsvæðinu og fleira. Í aðalskipulagi voru einnig lagðir fram deiliskipulagsrammar, m.a. að Sjallareitnum þar sem gert er ráð fyrir að götumyndin við Strandgötu haldi sér og að nýbyggingar geti verið allt að 6 hæðir auk þess sem gert er ráð fyrir verslun og þjónustu á reitnum.