Bæjarráð vill Byggingarstofnun til Akureyrar

Bæjarráð Akureyrar tekur heilshugar undir með stjórn Eyþings þess efnis að höfuðstöðvar Byggingarstofnunar verði á Akureyri og skorar á stjórnvöld að nýta þetta tækifæri til þess að fjölga opinberum störfum utan Reykjavíkursvæðisins.  

Í frumvarpi til laga um mannvirki sem nú er til meðferðar á Alþingi er rætt um að ný stofnun, Byggingarstofnun, hafi eftirlit með framkvæmd laganna.  Í greinargerð með frumvarpinu er lagt til að höfuðstöðvar stofnunarinnar verði í Reykjavík en að hið minnsta ein starfsstöð verði staðsett úti á landi.  Á stjórnarfundi Eyþings nýlega lagði stjórnin til í umsögn sinni um frumvarpið að höfuðstöðvar Byggingarstofnunar verði á Akureyri. Undir það tekur bæjarráð Akureyrar sem fyrr segir.

Nýjast