Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að styrkja Söngkeppni framhaldsskólanna um krónur 200.000. Jóhannes Gunnar Bjarnason bæjarfulltrúi
lýsti sig andvígan afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráði barst erindi frá Almiðlun ehf. þar sem óskað var eftir því að Akureyrarbær leggði til húsnæði
án endurgjalds vegna Söngkeppni framhaldsskólanema sem haldin var í Íþróttahöllinni á Akureyri 12. apríl sl. Bæjarráð
samþykkti að styrkja Söngkeppni framhaldsskólanema um kr. 200.000 og fól framkvæmdastjóra Akureyrarstofu að gera samkomulag við keppnishaldara um
framtíðarsamstarf um verkefnið. Jóhannes Gunnar Bjarnason lagði fram bókun þar sem hann lýsti sig andvígan þeirri afgreiðslu. "Ég
tel að fyrirtæki þau sem að þessum viðburði standa eigi að greiða leigu vegna afnota af Íþróttahöllinni líkt og
öðrum sem leigja húsið er gert að gera."