Landsmót skáta 2008 fer fram að Hömrum í sumar og á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun var samþykkt að styrkja
mótshaldið um 1,5 milljónir króna. Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu málsins. Fyrir bæjarráði lá fyrir
erindi frá Birgi Björnssyni mótsstjóra og Þorsteini Fr. Sigurðssyni framkvæmdastjóra BÍS f.h. Landsmóts skáta 2008, þar sem
óskað var eftir fjárhagslegum stuðningi Akureyrarbæjar við mótið. Erindið var áður á dagskrá bæjarráðs sl.
haust en þá var bæjarstjóra falið að funda með forsvarsmönnum mótsins.