BA vill hefja framkvæmdir við ökugerði og akstursíþróttasvæði

Bílaklúbbur Akureyrar hefur sent framkvæmdaráði erindi, þar sem sem óskað er eftir að ráðið skoði aðkomu sína að uppbyggingu og undirbúningi að fyrirhuguðu ökugerði og akstursíþróttasvæði félagsins. Einnig er óskað eftir því að settur verði á fót vinnuhópur á vegum bæjarins og Bílaklúbbsins svo hægt sé að fara yfir næstu skref varðandi þá vinnu sem framkvæma þarf á staðnum eins fljótt og mögulegt er. Framkvæmdaráð hefur falið deildarstjóra framkvæmdadeildar að meta þær landmótunarframkvæmdir sem nauðsynlegar eru á svæðinu og ræða við leigutaka námuréttinda um þátttöku hans í því verkefni.

Nýjast