21. desember, 2007 - 14:34
Nokkuð hefur bæst við af óvæntum verkefnum hjá Slippnum Akureyri að undanförnu vegna skipsstranda. Þannig annast Slippurinn nú bráðabirgðaviðgerð á fluttningaskipinu Axel sem strandaði fyrir utan Hornafjörð fyrir skömmu en fullnaðarviðgerð fer fram erlendis. Einnig sér fyrirtækið um viðgerð á Súlunni EA sem strandaði í innsiglingunni til Grindavíkur. Báðum verkefnum á að ljúka um áramót. Anton Benjamínsson framkvæmdastjóri Slippsins sagði að þrátt fyrir þessi óvæntu verkefni þurfi stöðin ekki að bæta við sig mannskap heldur nægi að vinna á vöktum og færa menn til í verkefnum. Hann sagði aðspurður að Slippurinn hefði getað unnið fullnaðarviðgerð á Axel en það sé auðvitað ákvörðun eiganda skipsins og tryggingafélags þess hvar viðgerðin skuli fara fram.