Félag ábyrgra foreldra á Akureyri gagnrýnir seinagang sýslumannsembættisins á Akureyri á úrskurðum í umgengnismálum
foreldra við börn þeirra og telur óhæft að foreldrar þurfi að bíða mánuðum saman eftir niðurstöðu sýslumanns
í þessum málaflokki. Mikilvægur tími tapist með þessum seinagangi og veldur oft miklum pirringi meðal þeirra foreldra sem bíða
niðurstöðu og flæki málin enn frekar. Félagið telur þó að þetta sé ekki einungis bundið við embættið á
Akureyri því samkvæmt upplýsingum félagsins taka málin hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík allt að einu ári og
stundum lengur.
Oft séu svör sýslumanna óskýr og telur félagið að ekki sé hægt að búa við þetta ástand mikið lengur.
Félagið hyggst leita til dómsmálaráðherra til að leita leiða til að bæta úr þessum málum því ástandið
sé vægast sagt óviðunandi, einnig hvetur félagið foreldra til að leita til umboðsmanns Alþingis taki mál þeirra meira en tvo
mánuði. Félagið hyggst leita til mannréttindadómstóls Evrópu gefi ráðherra ekki skýr svör, segir ennfremur í
yfirlýsingu frá Félagi ábyrgra foreldra á Akureyri.