Ásgeir Örn Jóhannsson snýr aftur í lið Magna

Magni, sem leikur í 2.deild í sumar, hefur fengið góðan liðstyrk því Ásgeir Örn Jóhannsson sem lék með Hvöt á síðasta keppnistímabili mun snúa aftur til síns gamla félags í sumar. Þetta er góður styrkur fyrir Magnaliðið þar sem Ásgeir hefur verið iðinn við kolann síðustu tímabil og sérstaklega í ljósi þess að Þorsteinn Þorvaldsson, sem var liðinu gríðarlega mikilvægur á síðasta tímabili, hefur ákveðið að ganga til liðs við KA.

Fyrsti leikur Magna fer fram föstudaginn 16. maí á Grenivík þegar þeir fá Tindastól í heimsókn.

Nýjast