Vorhreinsun verður á Akureyri dagana 13. - 19. maí. Eigendur og umráðamenn lóða eru hvattir til að hreinsa af lóðum sínum allt sem er til
óþrifnaðar og óprýði. Framundan er löng helgi, hvítasunnan og því viðbúið að fjölmargir muni taka til hendinni
heima fyrir.
Setja má ruslið að götukanti þessa daga og munu starfsmenn bæjarins fjarlægja það samkvæmt eftirfarandi áætlun:
- Þriðjudagur 13. maí: Innbær og Suðurbrekka sunnan Þingvallastrætis og austan Mýrarvegar.
- Miðvikudagur 14. maí: Teigahverfi og Naustahverfi.
- Fimmtudagur 15. maí: Lundahverfi og Gerðahverfi.
- Föstudagur 16. maí: Miðbær, Oddeyri og ytri brekka norðan Þingvallastrætis og austan Mýrarvegar.
- Mánudagur 19. maí: Holtahverfi, Hlíðahverfi, Síðuhverfi og Giljahverfi.
Gert er ráð fyrir að trjábolir og sverar greinar fari í kurlun og má því ekki blanda því saman við annan garðaúrgang.
Flokka þarf rusl eins og hægt er samkvæmt viðteknum venjum, þ.e. járn, timbur, o.s.frv. Í samvinnu við hestamenn verða gámar fyrir rusl
staðsettir í Breiðholti og Hlíðarholti 5. maí - 19. maí og eru lóðarhafar í þessum hverfum hvattir til að notfæra sér
þessa þjónustu.