Annir í sjúkraflugi hjá Slökkviliði Akureyrar

Talsverðar annir hafa verið í sjúkraflugi hjá Slökkviliði Akureyrar í dag. Þegar hefur verið óskað eftir sjúkraflugi fjórum sinnum frá miðnætti og eru sjúkraflutningamenn frá Slökkviliði Akureyrar og Flugfélagið Mýflug að sinna því fjórða. Í janúar var farið í 37 sjúkraflug og fluttur 41 sjúklingur í þessum ferðum. Slökkvilið Akureyrar er búið að sinna sjúkraflugi í 10 ár og hafa liðsmenn farið í 2.355 sjúkraflug á því tímabili.

Nýjast