Almarr Ormarsson í tveggja leikja bann

Almarr Ormarsson fyrirliði KA manna hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir brot á Herði Sigurjóni Bjarnassyni leikmanni Víkings R. en liðin mættust síðastliðin sunnudag. KA sem leikur í 1. deild á heimaleik í næstu tveimur leikjum og ljóst Almarr verður víðsfjarri í þeim leikjum.

KA mætir Selfossi næstkomandi föstudag og Haukum 30. maí. Það er slæmt fyrir KA menn að missa fyrirliðann í þessum tveimur leikjum en norðanmenn hafa aðeins eitt stig eftir tvo leiki og ljóst að liðið þarf að fara að sækja til sigurs í deildinni.

Nýjast