Alls bárust 33 umsóknir um stöðu sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar

Alls bárust 33 umsóknir um starf sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar en umsóknarfrestur rann út sl. sunnudag. Umsækjendur koma víða af landinu en stefnt er að því ráða í stöðuna fljótlega eftir páska. Nýr sveitarstjóri tekur við af Bjarna Kristjánssyni, sem gegnt hefur starfinu frá 1998 og var enduráðinn til tveggja ára eftir sveitarstjórnarkosningarnar fyrir tæpum tveimur árum. Eins og fram hefur komið á þessum vef, var Arnar Árnason oddviti Eyjafjarðarsveitar að vonum ánægður með þennan mikla áhuga á starfinu, frá fólki bæði af höfuðborgarsvæðinu og hér fyrir norðan. Arnar sagðist hafa átt von á mörgum umsóknum um starfið en þessi mikli áhugi hafi farið fram úr björtustu vonum. Umsækjendur um stöðuna eru: Anna Sigurðardóttir, kennari

Arinbjörn Kúld, neyðarvörður

Arnar Sverrisson, sálfræðingur

Björn S. Lárusson, ráðgjafi

Bryndís Bjarnarson, háskólanemi

Daníel Arason, tónlistarkennari

Egill Kristján Björnsson, þjónustufulltrúi

Einar Ingimundarson, aðstoðarmaður

Einar Kristján Jónsson, deildarstjóri

Eiríkur Haukur Hauksson, forstöðumaður

Friðfinnur Magnússon, sölumaður

Guðmundur Jóhannsson

Gunnar Kristinn Þórðarson, sölumaður

Gunnar Vigfússon

Halldór E. Laxness, leikstjóri

Haukur Nikulásson, framkvæmdastjóri

Hermann Arason, rekstrarstjóri

Hjálmar Arinbjarnarson,

Hreiðar Eiríksson, lögfræðingur

Jóhanna Sólrún Norðfjörð, fjármálastjóri

Jón Hrói Finnsson, þróunarstjóri

Júlíus Arnason, verkefnastjóri

Júlíus Ó Einarsson, rekstrarstjóri

Kristján Kristjánsson, verkefnastjóri

Kristján Snorrason, þjónustufulltrúi

Magnús Már Þorvaldsson, fulltrúi

María Einarsdóttir, háskólanemi

Óli Þór Ástvaldsson, ráðgjafi

Pétur Maack Þorsteinsson, sálfræðingur

Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi

Sigríður Ólafsdóttir

Stefán Stefánsson, framkvæmdastjóri

Tryggvi Harðarson, framkvæmdastjóri

Nýjast