Alls sendu fjögur fyrirtæki inn tilboð í verkið. Gunnar Frímansson verkefnastjóri hjá Akureyrarbæ segir að litið hafi verið til tveggja þátta þegar farið var yfir tilboðin og þessir þættir séu verð og gæði. "Þegar það var búið að meta þessa tvo þætti töldum við tilboðið frá Þekkingu vera hagstæðast," segir Gunnar. Þekking fær þriggja ára samning sem fyrr segir og tekur hann gildi þann 1. apríl á næsta ári. Gunnar vildi taka fram að Skyggnir, sem hefur séð um tölvukerfi bæjarins undanfarin ár, hafi staðið sig mjög vel og hann er bjartsýnn á að svo verði einnig þegar Þekking hefur tekið við.