Akureyri fékk Fram í bikarnum

Akureyri Handboltafélag mætir FRAM á heimavelli þeirra síðarnefndu í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppninnar í handbolta en dregið var í höfuðstöðvum HSÍ í gær. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Valur og Víkingur.

Akureyri fær því engan heimaleik í bikarkeppninni þetta árið en liðið hefur þrisvar áður í keppninni dregist á útivelli í ár. Úrslitaleikurinn fer fram í Laugardalshöllinni eins og venjulega og því er öruggt að sá leikur verður ekki heimaleikur hjá Akureyri.

Nýjast