Áhugi á stærra álveri á Bakka

“Nýtt álver á Bakka myndi skapa 600–700 störf á Norðurlandi, um 1000 störf á landinu öllu og skapa umtalsverð útflutningsverðmæti fyrir þjóðarbúið.” Þetta er meðal þess sem kemur fram í drögum að matsskýrslu Alcoa, eða frummatsskýrslu um álver á Bakka við Húsavík, sem birt er í dag. Þar er unnið út frá því að álverið geti orðið nokkru stærra en rætt hefur verið um, eða allt að 346 þúsund tonna ársframleiðslugeta. Sambærilega skýrsla fyrir álver sem yrði með 250 þúsund tonna ársframleiðslu var kynnt í júní. Í nýju matsskýrslunni sem birt er í dag og gerir ráð fyrir stærra álveri  segir m.a. að áhugi sé fyrir því hjá Alcoa að “nýta meiri orku, verði hún til staðar, og byggja svipað álver og Fjarðaál í Reyðarfirði. Hluti innsendra athugasemda við fyrri drögin, ( frá því í júní) meðal annars frá sveitarfélögum í Þingeyjarsýslu, laut að framleiðslugetu álversins. Í ljósi þessa hefur verið ákveðið að hefja matsferlið á ný og meta umhverfisáhrif álvers með framleiðslugetu frá 250.000 tonnum á ári upp í 346.000 tonn, sem er sama framleiðslugeta og í álveri Alcoa Fjarðaáls.”

Nýjast