26. febrúar, 2008 - 20:24
Æfingar eru nú í fullum gangi hjá Leikfélagi Akureyrar á nýju íslensku leikriti, Dubbeldusch, eftir Björn Hlyn Haraldsson. Hér er
á ferðinni ljúfsárt verk um mann sem stóð frammi fyrir erfiðu vali fyrir þrjátíu árum en nú bankar fortíðin upp
á. Sýningin verður frumsýnd í Rýminu á Akureyri 13. mars. Björn Hlynur leikstýrir verkinu sjálfur, Hilmar Jónsson leikur
aðalhlutverkið en hann hefur ekki leikið að ráði á sviði síðan blómlegur leikstjórnarferill hans hófst.
Aðrir leikarar eru: Harpa Arnardóttir, Davíð Guðbrandsson, María Heba Þorkelsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Sveinn
Ólafur Gunnarsson. Rýmið er samstarfsverkefni LA og TM en fyrr í vetur voru Ökutímar sýndir þar. Þeir viku fyrir fullu húsi til að
rýma til fyrir Dubbeldusch. Ökutímar verða sýndir á fjölum í Reykjavík síðar á árinu.