Aðstæður með besta móti í Hlíðarfjalli

Blíðskaparveður er í Hlíðarfjalli, logn og sól. Þar er skíðasvæðið opið frá kl. 10-17 og því um að gera fyrir skíða- og brettaáhugafólk að bregða sér í fjallið. Samkvæmt upplýsingum úr Hlíðarfjalli hefur aprílmánuður verið góður til skíðaiðkunnar og er langt síðan að skíða- og snjóbrettafæri hefur verið jafn gott. Það er því nóg eftir af vetrinum fyrir skíðafólk.

Nýjast