Aðgengi að tjaldsvæðunum verður stýrt kringum 17. júní

Í ljósi reynslu frá dögunum kringum 17. júní síðustu ár, sem hafa einkennst af ofbeldi og áfengis- og vímuefnaneyslu á tjaldsvæðunum, verður aðgengi stýrt að tjaldsvæðunum í ár.

Einnig verður aukin öryggis- og löggæsla til að tryggja að reglum tjaldsvæðanna sé framfylgt. Aðgengi er fyrir fjölskyldufólk og miðast við 20 ár fyrir aðra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá tjaldsvæðum Akureyrar. Tjaldsvæðin eru fjölskyldutjaldsvæði og eru allar umgengis og hegðunarreglur miðaðar við það. Farið verður eftir settum reglum í hvívetna sem ítarlega eru auglýstar á vef tjaldsvæðanna (http://www.hamrar.is/) sem og í bæklingum, segir ennfremur í fréttatilkynningunni.

Aðgengi verður þannig stýrt að:

1. Afgreiðsla verður lokuð yfir nóttina - nýir tjaldgestir geta þá ekki komist á svæðin.

2. Tjaldsvæðið á Þórunnarstræti verður aðeins fyrir fjölskyldufólk.

3. Allir bílar verða stoppaði við afleggjara að Hömrum og aðeins þeir sem kaupa gistingu og hafa til þess aldur verður heimilað að aka upp á svæði.

4. Lögregla verður með fasta vakt á svæðunum.

Nýjast