80 ár frá fyrsta farþegafluginu milli Reykjavíkur og Akureyrar

Á morgun miðvikudag, eru liðin 80 ár frá fyrsta farþegafluginu milli Reykjavíkur og Akureyrar en þann 4. júní 1928 lenti þýsk Junkers flugvél á Pollinum. Flugvélin hafði viðkomu á Ísafirði og Siglufirði á leið sinni frá Reykjavík. Í tilefni þessara tímamóta verður opnuð sérstök sýning á Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli á morgun, miðvikudaginn 4. júní. Það var Flugfélag Íslands númer 2 sem stóð fyrir þessari ferð en það félag var stofnað árið 1928 og starfaði fram á árið 1931. Flugfélag Íslands númer eitt var hins vegar stofnað árið 1919 og starfaði í tæp 2 ár.

Nýjast