Safnar fyrir útgáfu plötu á Karolina Fund

„Ég mun auðvitað gefa plötuna út á Spotify líka. En það er bara eitthvað við það að skella vínyl á f…
„Ég mun auðvitað gefa plötuna út á Spotify líka. En það er bara eitthvað við það að skella vínyl á fóninn eða disk í græjurnar,“ segir Birkir.

Tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson stefnir á að gefa út sína fyrstu plötu þann 29. mars en hann safnar nú fyrir útgáfunni á Karolina Fund. Birkir hefur ásamt Hreini Orra bróðir sínum verið að semja tónlist undanfarið og er um tíu laga plötu að ræða með frumsömdu efni.

Lögin eru einhverskonar blanda af pop, hiphop, r&b og jazz að sögn Birkis sem hefur látið að sér kveða í tónlistinni undanfarið. Hann sigraði í söngkeppni framhaldsskólanna árið 2018 og hefur gefið út tvö lög á tónlistarveitunni Spotify.

Vikudagur heyrði í Birki Blæ en nálgast má viðtalið í net-og prentúgáfu blaðsins. 


Athugasemdir

Nýjast