Lið Akureyrar í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaganna á RÚV, sem skipað er Jóhanni Davíð Ísakssyni, Urði Snædal og Þorsteini G. Jónssyni etur í kvöld kappi við lið Mosfellsbæjar. Viðureignin hefst kl. 21.25.
Í tilkynningu eru Akureyringar kvattir til að mæta í sjónvarpssal og hvetja sitt lið áfram.