14. apríl - 21. apríl 2021
„Alveg tilbúin til að kveðja lífsstarfið mitt“
Helena Eyjólfsdóttir er landsmönnum góðkunn en hún söng sig inn í hjörtu íslensku þjóðarinnar sem barn og hefur gert ófáar dægurlagaperlurnar ógleymanlegar á löngum ferli sem söngkona. Helena vakti nýverið athygli í þættinum Það er komin Helgi þar sem hún mætti í heimsókn í hlöðuna til Helga Björns og Reiðamanna Vindanna. Helena, sem er í kringum áttrætt, sló algerlega í gegn og lék á als oddi. Vikublaðið fékk Helenu til að vera Norðlending vikunnar og situr hér fyrir svörum.
Skráðu þig inn til að lesa
Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.
Verð frá 2.690 kr. á mánuði.
Nýjast
-
Eiríkur Björn leiðir Viðreisn í NA-kjördæmi
- 19.04
Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri og fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og á Fljótsdalshéraði, leiðir lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og markþjálfi, skipa... -
„Við vinnum þetta“
- 19.04
Ekkert lát er á viðburðum á Húsavík í tengslum við Óskarsverðlaunahátíðina sem fram fer í Hollywood 26. apríl. Rétt í þessu var rauður dregill á aðalgötu bæjarins formlega opnaður við hátíðlega athöfn. -
Segir íbúakosningu tilgangslausa og peningaaustur hjá Akureyrarbæ
- 19.04
Meirihluti bæjarráðs Akureyrar leggur til við bæjarstjórn að farið verði í ráðgefandi íbúakosningu um áður auglýsta tillögu að breytingu á aðalskipulagi Oddeyrar. Íbúakosningin fari fram í gegnum þjónustugátt bæjarins dagana 27. til 31. maí nk. Jafnf... -
Loka deild á Grænuvöllum á Húsavík vegna hugsanlegs smits
- 19.04
Hugsanlega er komið upp Covid-19 smit í Leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík. Einni deild hefur verið lokað þar til niðurstöður berast úr sýnatöku sem barn á deildinn fer í í dag. Rúv greindi frá þessu en fólk sem var gestkomandi á heimili barnsins í síðustu viku greindist með veiruna um helgina. -
Vorhreinsun að hefjast
- 19.04
Á Akureyri fer fram vorhreinsun í hverfum bæjarins þegar snjór og klaki er farinn af götum og stéttum. Stofnbrautir, tengi- og safngötur, húsagötur og gönguleiðir eru sópaðar. Á vef Akureyrarbæjar segir að áður en sópað er í einstökum hverfum/húsagö... -
Ný skáldsaga að norðan
- 19.04
Út er komin skáldsagan Þrítugur 1/3 eftir Stefán Þór Sæmundsson, íslenskukennara í Menntaskólanum á Akureyri, skáld og fyrrum blaðamann. Í bókinni er fylgst með vinum úr menntaskóla og hvernig þeim vegnar í lífinu, auk þess sem vísað er grimmt í tísk... -
Heimabær allra, Húsavík: Tökum er lokið
- 19.04
ökum er nú lokið á myndbandi við lagið Husavik – My Home Town úr myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem tilnefnt til Óskarsverðlauna. Atriðið var tekið upp á Húsavíkurhöfn. Myndbandið verður flutt á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer í Hollywood 26. apríl og verður sjónvarpað um allan heim. -
Á golfvellinum frá unglingsaldri
- 18.04
Steindór Ragnarsson er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar (GA) en hann hefur starfað á vellinum um árabil. Hann byrjaði fyrst að vinna á vellinum árið 1998 og því öllum hnútum kunnur á vellinum. Steindór er menntaður í golfvallafræðum frá Elmwood College í Skotlandi og er formaður Samtaka íþrótta- og golfvallarstarfsmanna á Íslandi. „Ég byrjaði í unglingavinnunni hjá bænum hérna á vellinum og fékk í framhaldi vinnu hjá GA. Fyrstu árin með skóla var þetta sumarvinna en árið 2004 varð ég vallarstjóri og var í því starfi í 15 ár áður en ég fékk stöðu framkvæmdastjóra árið 2017,“ segir Steindór. Það styttist óðum í að golfsumarið hefjist en Klappir, æfingasvæðið á Jaðarsvellinum hjá Golfklúbbi Akureyrar, opnaði í lok mars. Starfsmenn hafa unnið hörðum höndum í vetur að létta á snjó og tryggja það að snjór og klaki fari af flötunum eins fljótt og mögulegt er og því kemur grasið nokkur vel undan vetri. Flatirnar eru í góðu ásigkomulagi og segir Steindór full ástæða fyrir golfara að til að láta sig hlakka til sumarsins. Þá fer sjálft Íslandsmótið í golfi fram á Akureyri og er undirbúningur hafin fyrir þetta stærsta mót sumarins. Steindór er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum. -
PCC á Bakka: Annar ofninn ræstur eftir helgi
- 17.04
Undirbúningur fyrir endurgangsetningu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík er nú á lokametrunum og stefnt er að því að hefja uppkeyrslu eins ofnsins á mánudagsmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem PCC sendi frá sér fyrir stundu.