Boðið upp á hópferð á bikarúrslitaleik(i)

KA ákallar stuðnigsfólk sitt um að fjölmenna suður yfir heiðar og styðja liðið til sigurs í bikarúrs…
KA ákallar stuðnigsfólk sitt um að fjölmenna suður yfir heiðar og styðja liðið til sigurs í bikarúrslitunum. Mynd: Egill Bjarni/KA.is

KA tryggði sér sæti í úrslitaleik Coca-Cola bikars karla í gær með 28-27 sigri á Selfoss eftir framlengdan spennuleik. Framundan er úrslitaleikur gegn Val á laugardaginn klukkan 16:00 á Ásvöllum í Hafnarfirði en á heimasíðu félagsins er greint frá því að boðið verði upp á hópferð á bikarveisluna.

„Athugið að í kvöld leikur kvennalið KA/Þórs við Fram í undanúrslitum keppninnar og sigri stelpurnar þann leik mun hópferðin ná til úrslitaleiks bæði karla og kvenna. Úrslitaleikur kvenna fer fram klukkan 13:30 á laugardeginum,“ segir í tilkynningunni.


Athugasemdir

Nýjast