Fréttir
07.11.2017
Fólkið sem lést í hinu hörmulega slysi þegar bifreið sem þau voru í lenti í sjónum við höfnina á Árskógssandi var fjölskylda frá Pólandi, sambúðarfólk á fertugsaldri og 5 ára gömul dóttir þeirra. Tveggja ára gamalt barn þeirra var í gæslu í Hrísey þar sem fjölskyldan var búsett. Þau höfðu búið í eynni í nokkur ár.
Þau voru á heimleið þegar slysið varð. Aðstandendur hafa óskað eftir að nöfn þeirra verði ekki gefin upp að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.
Enn er ekki að fullu ljóst hver tildrög slyssins voru, en aðstæður á vettvangi voru erfiðar, veður var slæmt, nánast stórhríð. Rannsókn stendur enn yfir.
Tilkynning barst viðbragðsaðilum um kl. 17.30 síðastliðinn föstudag, en auk lögreglu og björgunarfólks komu kafarar á vettvang og náðu þeir fólkinu úr bílum rúmri klukkustund eftir útkallið. Engin búnaður var á bryggjunni til að reyna björgun.
Sjórinn um fjögurra metra djúpur þar sem bíllinn fór fram af og um þriggja gráðu heitur.
Bænastund var haldin í Hríseyjarkirkju í gærkvöld. Stofnaður hefur verið söfnunarreikningur til styrktar ættingjum fólksins.
Lesa meira
Fréttir
07.11.2017
Hjörleifur Hjartarson í Hundi í óskilum í opnuviðtali í Vikudegi
Lesa meira
Fréttir
03.11.2017
Ásgeir Ólafs þjálfari skrifar um skammtastærðir í mat og drykk
Lesa meira
Fréttir
02.11.2017
Fjölbreytt efni í blaði vikunnar
Lesa meira
Fréttir
01.11.2017
Þessi saga er enn ein „Sönn Þingeysk lygasagan.“
Lesa meira
Fréttir
31.10.2017
Gauksmýri í Húnaþingi vestra valið fyrirtæki ársins
Lesa meira
Fréttir
30.10.2017
„Alveg ljóst að þennan vanda þarf að leysa sem fyrst," segir forstjóri SAk.
Lesa meira
Fréttir
29.10.2017
Samfylkingin bætir við sig manni en Píratar úti
Lesa meira