Yfirlitssýning á verkum Guðmundar Ármanns í Listasafninu

Sumarsýning Listasafnsins á Akureyri er helguð yfirliti á verkum Guðmundar Ármanns Sigurjónssonar. Sýningin verður opnuð laugardaginn 5. júlí og stendur til loka ágústmánaðar. Guðmundur hefur starfað við myndlist og kennslu síðastliðna fjóra áratugi og verið mikilvirkur í félags- og baráttumálum myndlistarmanna. Sýningin stendur frá 5. júlí til 24. ágúst. Opið er alla daga nema mánudaga frá 12-18.

Nýjast