19. október, 2010 - 12:56
Fréttir
Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar óskaði á dögunum eftir tilboðum í snjómokstur og hálkuvarnir á Akureyri árin 2010 -2012.
Mörg tilboð bárust, eða yfir 60 einingaverð í tímavinnu. Lægstu bjóðendur vélaflokka voru; Skútaberg/Árni Helgason með
veghefil og snjóruðning með vörubifreið, Finnur ehf með hjólaskóflu, traktorsgröfu, dráttarvél, smávél og
snjóflutning og Björninn sf. með dráttarbifreið.
Verkefnið felst í hreinsun á snjó og krapa af götum, gangstígum og bifreiðastæðum, ásamt snjómokstri og akstri, auk sandburðar
á götur, gangstíga og bifreiðastæði.