13. maí, 2010 - 13:45
Fréttir
Karlakór Akureyrar-Geysir heldur vortónleika sína á Dalvík og Akureyri, 14. og 15. maí.
Á tónleikunum verður flutt blanda af nýju og gömlu efni, veraldleg lög og kirkjuleg, negrasálmar og dægurlög. Tónleikarnir
á Dalvík verða í Menningarhúsinu Bergi, föstudagskvöldið 14. maí, kl 20:30. Á Akureyri verða tónleikarnir
í Glerárkirkju, laugardaginn 15. maí, kl. 16:00. Aðgangseyrir er krónur 2.000.
Elsta lagið er frá miðri 16. öld eftir Giovanni Pierluigi da Palestrina og það nýjasta eftir Gunnar Halldórsson félaga í KAG.
Einsöngvarar eru þrír: Erlingur Arason, Heimir Ingimarsson og Jónas Jónasson. Stjórnandi KAG er Valmar Väljaots og undirleikari Jaan
Alavere.