Vonbrigði með að lögreglan hætti að sinna forvarnastarfi í skólum

Á síðasta fundi skólanefndar var lagt fram erindi frá skólaráði Lundarskóla til lögreglustjórans á Akureyri. Þar lýsir skólaráðið vonbrigðum sínum með þá ákvörðun lögreglunnar á Akureyri að hætta að sinna forvarnastarfi sem sinnt hefur verið í mörg ár og snúið að umferðarfræðslu, vímuvörnum og afleiðingum afbrota og ofbeldis.  

Í bókun skólanefndar kemur fram að nefndin tekur heils hugar undir  áhyggjur og vonbrigði skólaráðs Lundarskóla og óskar hún eftir því að bæjarráð taki málið til skoðunar. Þorsteinn Pétursson sinnti starfi forvarnar- og fræðslufulltrúa hjá lögreglunni á Akureyri og sá m.a. um forvarnarstarf í skólum. Þegar hann lét af störfum í lögreglunni í byrjun sumars, var þetta starf lagt niður sem slíkt, vegna niðurskurðar. Áfram átti þó að sinna starfinu eftir hentugleikum.

Nýjast