Vill samstarf við Akureyrarbæ um þjónustu við fatlaða

Á fundi félagsmálanefndar Eyjafjarðarsveitar í gær var rætt um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitafélaga. Akureyrarbær er tilbúinn til samstarfs við nágrannasveitarfélögin um myndun þjónustusvæðis á grunni þeirrar leiðar sem kölluð er;  "þjónustusamningur við leiðandi sveitarfélag".  

Félagsmálanefnd leggur til að farin verði sú leið og óskað verði eftir samningaviðræðum við Akureyrarbæ sem fyrst. Nefndin telur æskilegt að stofnaður verði vinnuhópur til að fara yfir gildandi samninga og koma með tillögur um endurbætur.

Nýjast