Vilja verslanir lokaðar á sunnudögum

Meirihluti bæjarbúa á Akureyri og nágrenni vilja að verslanir séu almennt lokaðar á sunnudögum, ef marka má niðurstöður úr vefkönnun Vikudags. Könnunin var framkvæmd um tveggja vikna skeið og voru þátttakendur hátt í 400 manns. Spurt var: Ert þú fylgjandi því að verslanir séu lokaðar á sunnudögum? Um 74 prósent þátttakenda svöruðu því játandi, 24 prósent svöruðu neitandi en tvö prósent höfðu ekki skoðun.

Nýjast