Vilhelm Hafþórsson úr Sundfélaginu Óðni heldur í dag til Þýskalands með landsliði Íþróttasambands fatlaðra í sundi. Þar tekur liðið þátt í Opna þýska meistaramótinu sem fram fer 17.-24. júní. Ferðin er hluti undirbúnings fyrir Heimsmeistaramót fatlaðra í haust og verður fróðlegt að fylgjast með hvort Vilhelm nái þangað, segir á vef Óðins.