Oddur Helgi Halldórsson svaraði strax spurningu Edwards varðandi ráðgjafanefndina og lét færa það svar til bókar. Þar segir:
“Geta skal að svokölluð óháð nefnd vann þessi verk fyrir L-listann, lista fólksins, en ekki fyrir Akureyrarbæ. Eins og opinberlega hefur komið fram á sá hópur fólks sem við fengum til að gefa okkur umsögn um umsækjendur um bæjarstjórastarfið, að endurspegla þverskurð bæjarbúa. Var því valið fólk, sem átti að vera: -fulltrúi háskólasamfélagsins, -fulltrúi frá menningu og ferðaiðnaði, -fulltrúi atvinnurekenda, -fulltrúi verkafólks og-fulltrúi starfsfólks Akureyrarbæjar
Á fundi sem ég hélt með þeim ásamt fulltrúa Capacent 1. júní sl. hét ég þeim nafnleynd, nema þau ákvæðu sjálf annað. Það loforð hef ég ekki hugsað mér að svíkja og munum við því ekki verða við þeirri beiðni VG að upplýsa hvaða fólk var í hópnum.”