Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni. 

Meðal efnis í blaðinu:

-Aðalfundur Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar fór fram nýverið þar sem m.a. var samþykkt að stækka stjórn úr þremur í fimm vegna umfangs þeirra verkefna sem unnið er að. Ferðaþjónusta er áberandi í Eyjafjarðarsveit en hátt í 30 ferðaþjónustufyrirtæki eru þar starfandi. Vikudagur forvitnaðist um stöðuna í ferðaþjónustu í Eyjafjarðarsveit og horfurnar fyrir sumarið.

-Í Grímsey og Hrísey undirbýr fólk í ferðaþjónustu sig fyrir sumarið og sló Vikudagurinn á þráðinn til Höllu Ingólfsdóttur sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Trip í Grímsey og Lindu Maríu Ásgeirsdóttur vert í Hrísey.

-Gestur Einar Jónasson fagnaði 70 ára afmæli sínu um svipað leyti sem hann fékk heiðursviðurkenningu frá Akureyrarbæ á Vorkomunni sem haldin er sumardaginn fyrsta ár hvert. Hann hætti einnig störfum um sl. áramót á Flugsafninu og stendur því sannnarlega á tímamótum þessa dagana. Vikudagur sló á þráðinn til Gests Einars og spjallaði við hann um tímamótin og heiðursviðurkenninguna.

-Jóna Sigurlaug Friðriksdóttir heldur um áskorendapennan þessa vikuna og skrifar áhugaverðan pistil.

-Í Húsi vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Norðurgötu 2.

-Helga Dögg Sverrisdóttir grunnskólakennari skrifar um myglu í grunnskólum Akureyrar og Guðný Friðriksdóttir skrifar um dag hjúkrunarfræðinga.

-Akureyrska sundkonan Bryndís Rún Hansen hefur æft sund af kappi í yfir tuttugu ár en hún byrjaði að synda 5 ára gömul. Hún býr núna í Istanbúl í Tyrklandi og æfir með Fenerbahce sem er fremsta sundliðið í Tyrklandi. Bryndís Rún Hansen er íþróttamaður vikunnar að þessu sinni. 

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Smelltu hér til að gerast áskrifandi. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is  


Nýjast