Víkingur upp eftir sigur gegn KA- Þórsarar töpuðu á Kópavogsvelli

Víkingur R. tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni í dag með því að leggja KA 2:0 að velli á Akureyrarvelli á Íslandsmótinu í 1. deild karla í knattspyrnu. Það voru þeir Viktor Örn Guðmundsson og Marteinnn Briem sem skoruðu mörk gestanna. Gestirnir voru mun betri í leiknum en í lið KA vantaði fjóra lykilmenn sem reyndist of mikið. Á sama tíma tapaði Þór 2:3 gegn HK á Kópavogsvelli og þar með minnkuðu líkur Þórsara á úrvalsdeildarsæti til muna, þótt ekki sé öll nótt úti enn fyrir Þór.

 

Kristján Steinn Magnússon skoraði bæði mörk Þórs á Kópavogsvelli en fyrir HK skoruðu þeir Bjarki Már Sigvaldason, Atli Valsson og Leifur Andri Leifsson úr víti undir lokin.  

Þar sem Fjarðabyggð og Leiknir R. gerðu 1:1 jafntefli eygja Þórsarar ennþá möguleika á úrvalsdeildarsæti. Til þess að það takist þurfa þeir að sigra Fjarðabyggð á heimavelli og treysta á að Fjölnir vinni Leikni í lokaumferðinni.  

Nýjast