Það var Rúnar Freyr Rúnarsson sem kom Víkingum yfir eftir rúmlega fjögurra mínútna leik í fyrstu lotu og aðeins mínútu síðar kom Jón Benedikt Gíslason Víkingum í 2:0 og þannig stóðu leikar eftir fyrsta leikhluta.
Sigurður Sveinn Sigurðsson skoraði þriðja mark Víkinga snemma öðrum leikhluta og staða þeirra orðinn ansi góð. Jötnarnir náðu þó að klóra í bakkann skömmu síðar og þar var að verki fyrirliðinn Orri Blöndal og staðan 3:1. Rúnar Freyr jók muninn í þrjú mörk að nýju með sínu öðru marki í leiknum á 14. mínútu og staðan 4:1 og þannig stóðu leikar fyrir þriðja og síðasta leikhluta.
Gunnar Darri Sigurðsson skoraði svo eina markið í þriðja leikhluta og lokastaðan því 5:1 sigur Víkinga.